Hitaveita að Skarfshóli

Í dag, 18. desember,  hleyptu starfsmenn Hitaveitu Húnaþings vestra heitu vatni á lögn að Staðarbakka og Skarfshóli. Nú hafa allir bæir á lagnaleið hitaveitunnar að Brekkulæk, aðgang að heitu vatni og geta óskað eftir tengingu.

Á næstu dögum verður hleypt á að Huppahlíð og Búrfelli en þeir bæir sem eftir standa í Miðfirði fá heitt vatn á nýju ári. Stefnt er á að hleypa á stofnlögn í Hrútafirði í lok árs.

Hægt er að fá upplýsingar og óska eftir tengingu gegnum netfang hitaveitunnar, hitaveita@hunathing.is , eða hjá Pétri Arnarsyni í síma 8951995.

Rekstrarstjóri


lagnaleið.png

Var efnið á síðunni hjálplegt?