Hirðing jólatrjáa föstudaginn 17. janúar

Hirðing jólatrjáa föstudaginn 17. janúar

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar verða á ferðinni á Hvammstanga og laugarbakka föstudaginn 17. janúar til að hirða upp jólatré sem lokið hafa sínu hlutverki yfir jólahátíðina.

Jólatrén þurfa að vera staðsett við lóðamörk á sýnilegum stað en þó þarf að tryggja að þau fjúki ekki. Einnig er hægt að hringja í starfsmann þjónustumiðstöðvar og láta vita.

Starfsmaður þjónustumiðstöðar, Sigurður Björn í síma: 899-8918

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?