Hirðing brotamálma í sveitarfélaginu

Hirðing brotamálma í sveitarfélaginu

Fyrirtækið Landhreinsun ehf.  mun standa fyrir söfnun á brotamálmum í sveitarfélaginu á næstu vikum. Hlutir á borð við heyvinnutæki, rafgeyma, heimilistæki, bíla og einnig dekk er í boði að taka svo lengi sem aðgengilegt er að þeim með vörubíl. (afskráningarpappírar fyrir bíla eru fylltir út á staðnum ef það á við)

Aðilar sem eru með brotajárn eru hvattir til að nýta sér hreinsunina sem er þeim að kostnaðarlausu.

Hægt er að koma óskum um samstarf við Landhreinsun ehf. til Björns Bjarnason rekstrarstjóra Húnaþings vestra með því að senda tölvupóst á bjorn@hunathing.is

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?