Hertar aðgerðir vegna COVID-19

Hertar aðgerðir vegna COVID-19

Í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt, taka gildi hertar aðgerðir vegna COVID-19, frá og með hádegi á morgun 31. júlí. Þessar hertu aðgerðir munu gilda út 13. ágúst n.k.

Felast þessar aðgerðir meðal annars í takmörkun á fjölda einstaklinga sem kemur saman við 100 einstaklinga. Endurvakin er 2 metra fjarlægðarregla milli ótengdra einstaklinga. Þar sem ekki er hægt að tryggja þá fjarlægðarreglu er krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn.  

Í ljósi þessa verða einhverjar takmarkanir á þjónustu ýmissa stofnana sveitarfélagsins. Ber þar helst að nefna;

  • Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra. Íþróttahúsi og ræktarsal verður lokað frá og með kl. 12 á morgun, 31. júlí. Sundlaugin verður opin með takmörkunum á fjölda og lengd hverrar sundferðar.
  • Félagsmiðstöð 60+ verður lokað tímabundið á meðan á þessum aðgerðum stendur.
  • Héraðsbókasafn Vestur-Húnavatnssýslu verður opið. Hægt verður að taka bækur að láni, en með þeim takmörkunum að starfsfólk safnsins mun taka þær saman fyrir viðskiptavini þess.

Hvað varðar aðrar stofnanir sveitarfélagsins er fólk beðið að fara eftir fyrirmælum forstöðumanna.

Biðlað er til íbúa Húnaþings vestra að virða samfélagssátmálann og fylgja fyrirmælum um sóttvarnir í hvívetna.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Var efnið á síðunni hjálplegt?