Helstu atriði dagsins

Helstu atriði dagsins

Helstu atriði dagsins

Nokkurt jafnvægi er að komast á nýtt fyrirkomulag hjá sveitarfélaginu og meðan ekki verða meiri veikindi helst þjónustan sem er til staðar óbreytt. Hefðbundin fundahöld voru í dag líkt og síðustu daga. Segja má að allir hafa verið sammála um að nokkurt jafnvægi væri komið á en ekki má mikið út af bera og því mikilvægt að vernda starfsfólk sveitarfélagsins eins og hægt er. Því er lokun fyrir gestakomur mikilvægur forvarnaþáttur sem og fjarfundir. Úrvinnslusóttkví er tímabundin aðgerð til að hefta útbreiðslu veirunnar en ljóst er að íbúa er farið að lengja eftir upplýsingum um hvenær henni lýkur og ef vel gengur við smitrakningu þá ætti að hylla undir lok hennar fljótlega, en staðan er endurmetin daglega af  aðgerðastjórn og sóttvarnalækni.

• Engin sýni voru tekin í gær því eru skráð smit í Húnaþingi vestra enn 17.
• 25 sýni voru tekin í dag og koma niðurstöður úr þeim á morgun
• Sýni verða aftur tekin í fyrramálið
• Rúmlega 24% íbúa í sveitarfélaginu eru í sóttkví
• Stjórnendur sveitarfélagsins funda daglega
• Einstaka svið funda daglega
• Skólastjórnendur funda daglega með sínu fólki
• Vettvangsstjórn fundar daglega með aðgerðastjórn á Sauðárkróki
• Vettvangsstjórn fundar daglega, skiptir með sér verkefnum dagsins
• 44 fyrirspurnir hafa borist gengum vefsíðu sveitarfélagsins. Í dag barst einungis ein fyrirspurn. . Flestir fá svör sín á vefsíðunni þar sem algengum spurningum vegna úrvinnslusóttkvíar er svarað. Sértækum spurningum er svarað í samráði við aðgerðarstjórn.

Allt hefir sinn tíma
Þó að um þig oft og þrátt
ýmsir stormar næði,
þá er gott að gera átt
gnótt af þolinmæði.

Úr bókinni Ný ljóð eftir Margréti Jónsdóttir en hún samdi m.a. ljóðið þekkta Ísland er land þitt.

Var efnið á síðunni hjálplegt?