Heimsókn frá umboðsmanni barna

Heimsókn frá umboðsmanni barna

Mánudaginn 17. apríl heimsótti Salvör Nordal, umboðsmaður barna, ásamt starfsfólki embættisins, Húnaþing vestra.

Byrjað var á því að sýna þeim grunnskólann þar sem þau fengu m.a. kynningu á skólastarfinu frá nemendaráði skólans. Snæddur var hádegisverður með nemendum og að honum loknum fengu nemendur kynningu á starfi umboðsmanns barna. Því næst var haldið yfir í leikskólann þar sem leikskólastjóri tók á móti þeim og kynnti fyrir þeim starf leikskólans. Félagsmiðstöðin og Húnaklúbburinn var með kynningu á sínu starfi í húsnæði félagsmiðstöðvar og svo var gengið í góðu veðri í íþróttahúsið. Þar voru hestafimleikarnir með æfingu og sagt frá starfsemi íþróttafélaganna.

Umboðsmaður, ásamt starfsfólki, fengu svo kynningu á innleiðingu farsældar barna í Húnaþingi vestra áður en þau funduðu með ungmennaráði. Þétt skipaður dagur enda margt að sjá og kynnast.

Við þökkum Salvöru og fylgdarfólki kærlega fyrir komuna.

Var efnið á síðunni hjálplegt?