Heimsókn frá Byggðastofnun

Heimsókn frá Byggðastofnun

Fulltrúar Byggðastofnunar litu við í Ráðhúsinu í morgun, þau Arnar Már Elíasson forstjóri, Hrund Pétursdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs og Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs. Kynntu þau umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar en stefna hennar er blómleg byggð um land allt. Byggðastofnun ber m.a. annars ábyrgð á atvinnuráðgjöf landshlutasamtakanna, ýmsum verkefnum byggðaáætlunar, úthlutun aflamarks Byggðastofnunar, byggðarannsóknarsjóði, umsýslu með sóknaráætlunum landshlutanna að ógleymdum lánveitingum.

Þökkum þeim Arnari, Hrund og Sigríði Elínu fyrir komuna og gott spjall um eflingu byggðar.

 

Stefna Byggðastofnunar.

Var efnið á síðunni hjálplegt?