Heimasíðan nú aðgengileg á fjölda tungumála

Heimasíðan nú aðgengileg á fjölda tungumála

Heimasíða Húnaþings vestra er nú aðgengileg á tuttugu tungumálum. Um er að ræða tengingu við Google translate sem leyfir notendum á mjög einfaldan hátt að skipta á milli tungumála. Hafa ber í huga að þýðingar Google geta verið takmörkunum háðar en gefa engu að síður góða mynd af innihalds þess texta sem um ræðir. Þýðingin nær aðeins til texta á heimasíðunni sjálfri, ekki .pdf skjala sem þar eru vistuð. Notendum er bent á að texta þeirra má afrita og líma í Google translate.

Við vonum að þessi viðbót bæti þjónustu sveitarfélagsins til íbúa sem hafa annað móðurmál en íslensku.

Hnappur til að velja tungumál er efst, hægra megin á síðunni. Sjá mynd.

Var efnið á síðunni hjálplegt?