Hátíðarfundur sveitarstjórnar

Hátíðarfundur sveitarstjórnar

Í júní eru liðin 25 ár síðan Húnaþing vestra varð til með sameiningu hreppanna 7 í Vestur-Húnavatnssýslu. 

Í tilefni þess verður reglubundinn sveitarstjórnarfundur fimmtudaginn 8. júní nk. sérstakur hátíðarfundur. Til fundarins hefur öllum sveitarstjórnarmönnum sameinaðs sveitarfélags frá upphafi verið boðið og munu þeir fá afhent gullmerki með þökkum fyrir framlag sitt. Að fundi loknum verður fundargestum boðið upp á kaffiveitingar.

Fundurinn fer fram í Félagsheimilinu Hvammstanga og hefst kl. 15. Hann er öllum opinn eins og sveitarstjórnarfundir eru jafnan. Í tilefni þessara tímamóta eru íbúar sérstaklega boðnir velkomnir til fundar. 

Dagskrá

1. 379. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Dagskrá fundarins verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins eigi síðar en 48 klukkustundum fyrir fund.

2. Tónlistaratriði.

3. Afhending gullmerkja.

Kaffiveitingar að hætti kvenfélagskvenna að dagskrá lokinni.

Var efnið á síðunni hjálplegt?