Hárið í Húnaþingi

Hárið í Húnaþingi

Leikflokkur Húnaþings vestra hefur hafið æfingar á söngleiknum Hárið sem verður sýndur nk. páska í Félagsheimilinu Hvammstanga.

Þátttakendur verða um 35 manns og eru 5 sýningar áætlaðar. Félagið fjárfesti nú á dögunum í þráðlausum hljóðnemum fyrir rúma milljón króna sem á eftir að koma að góðum notum í starfsemi félagsins.

Sýningar á Hárinu verða auglýstar nánar á komandi vikum.

 

Á æfingu

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?