Gulur september

Gulur september

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.

Af hverju gulur september? Til að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.
Af hverju gulur? Gulur er litur sjálfsvígsforvarna.
Af hverju september? Haustið er valið því 10.september er Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og 10. október er Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. 

Slagorð verkefnisins er Er allt í gulu? Það vísar til samkenndar, þess að láta sig náungann varða og hlúa saman að geðheilsunni.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér.

Dagskrá verkefnisins er að finna hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?