Grunnskóli Húnaþings vestra í úrslitum Skólahreysti laugardaginn 24. maí, kl. 19:45 í beinni útsendingu.

Grunnskóli Húnaþings vestra í úrslitum Skólahreysti laugardaginn 24. maí, kl. 19:45 í beinni útsendi…

Á dögunum gerði lið Húnaþings vestra í Skólahreysti sér lítið fyrir og vann sinn riðil, eftir sigur í þremur keppnisgreinum af fimm. Við eigum því fulltrúa í úrslitakeppninni, sem fer fram í beinni útsendingu á RÚV laugardaginn 24. maí kl. 19:45

Keppendur okkar í ár eru:

Hafþór Ingi Sigurðsson, upphífingar og dýfur.

Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir,  hreystigreip og armbeygjur,

Inga Lena Apel Ingadóttir, hraðaþraut.

Daníel Rafn Kjartansson, hraðaþraut.

Varamenn eru Sverrir Franz Vignisson og Aníta Rós Brynjarsdóttir. 

Þjálfarar liðsins eru Magnús Vignir Eðvaldsson og Sara Ólafsdóttir.

Við óskum keppendunum góðs gengis í úrslitunum og hvetjum öll til að fylgjast með þessari þráðbeinu útsendingu.

Áfram Grunnskóli Húnaþings vestra. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?