Gott gengi í Skólahreysti

Keppendur búa sig undir að hanga - Íslandsmet var slegið í þeirri grein í keppninni og er nú 25:01.
Keppendur búa sig undir að hanga - Íslandsmet var slegið í þeirri grein í keppninni og er nú 25:01.

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra stóð sig með miklum sóma í úrslitum Skólahreysti sem fram fóru laugardaginn 24. maí í Mosfellsbæ. Eftir harða baráttu og bætingu í nær öllum greinum var niðurstaðan 5. sæti. 

Keppendur í ár voru:

Hafþór Ingi Sigurðsson, upphífingar og dýfur. 

Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir, hreystigrip og armbeygjur

Inga Lena Apel Ingadóttir, hraðaþraut

Daníel Rafn Kjartansson, hraðaþraut

Varamenn voru Sverrir Franz Vignisson og Aníta Rós Brynjarsdóttir

Þjálfarar liðsins voru sem fyrr Magnús Vignir Eðvaldsson og Sara Ólafsdóttir.

Það er ekki sjálfsagt mál að eiga lið í úrslitum í Skólahreysti eins oft og verið hefur undanfarin ár. Það krefst mikillar vinnu og undirbúnings bæði þjálfara og nemenda sem æfa stíft allan veturinn. Það er full ástæða til að þakka öllum þeim sem tóku þátt í Skólahreystivali í vetur, keppendum sem valdir voru til keppni sem og þjálfurum fyrir þá ómældu vinnu sem undirbúningur keppninnar krafðist. Við getum svo sannarlega verið stolt af okkar fólki.

Var efnið á síðunni hjálplegt?