Góður íbúafundur um skólabyggingu

Góður íbúafundur um skólabyggingu
Íbúafundur um fyrirhugaða viðbyggingu við grunnskóla Húnaþings vestra og lóðarskipulag var haldin í félagsheimili Hvammstanga þann 10. apríl s.l. um 40 manns mættu á fundinn.
 
Magdalena Sigurðardóttir og Gunnhildur Melsted, arkitektar hjá VA arkitektum voru með kynningu á viðbyggingu við grunnskóla Húnaþings vestra. Vinna við hönnun á innra skipulagi hefur verið í gangi frá áramótum og stendur nú yfir kynningarferli á tillögunni. 
 
Arnar Birgir Ólafsson hjá Teiknistofu Norðurlands kynnti deiliskipulag sem nú er í vinnslu fyrir skólareit frá leikskóla að íþróttahúsi. Hann fór yfir þær hugmyndir sem eru á teikniborðinu varðandi útfærslur á svæðinu s.s. staðsetningar leiktækja, gönguleiða og fl. Einnig greindi hann frá þeirri skemmtilegu vinnu grunnskólanemenda en þau fengu það verkefni að setja á blað hugmyndir af leiktækjum og öðru sem þeim finnst að ætti heima á lóðinni sem verður svo notað áfram í hönnunarvinnunni. 
 
Tillöguteikning af viðbyggingu er til sýnis í þjónustuanddyri Ráðhússins, Hvammstangabraut 5, Hvammstanga. Þeir sem vilja koma með ábendingar geta sent þær á rafrænu formi í gegnum heimasíðuna til 25. apríl nk.
 
Hér fyrir neðan sést hvar hnappurinn er á heimsíðunni, sem að hægt er að ýta á og senda inn ábendingar.
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?