Góður árangur liðs Grunnskóla Húnaþings vestra í riðlakeppni Skólahreysti

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra í SKólahreysti 2023 (mynd úr föstudagspósti grunnskólans).
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra í SKólahreysti 2023 (mynd úr föstudagspósti grunnskólans).

Skólahreystilið Grunnskóla Húnaþings vestra tók þátt í riðlakeppni Skólahreysti á dögunum og náði þar frábærum árangri. Þau lentu í öðru sæti eftir að hafa sigrað í tveimur keppnisgreinum. Fróði sigraði dýfukeppnina með hvorki meira né minna en 51 dýfu. Nóa sigraði hreystigreipina með því að hanga í heilar 13 mínútur. 

Liðið skipuðu Fróði, Nóa, Bríet, Egill, Saga og Friðrik. Þjálfarar voru sem fyrr Magnús og Sara íþróttakennarar. Við óskum liðinu og þjálfurum þess til hamingju með árangurinn sem því miður dugði ekki til að fleyta liðinu í úrslit að þessu sinni. Engu að síður er árangurinn frábær og við afskaplega stolt af þessum öfluga hóp.

Var efnið á síðunni hjálplegt?