Góður árangur í Syndum - landsátaki

Góður árangur í Syndum - landsátaki

Eins og fyrri ár var Húnaþing vestra skráð til leiks í Syndum-landsátaki, skemmtilegu "keppninni" á milli sundlauga á Íslandi í nóvember.

Keppnin er skemmtileg hvatning að fá fleiri einstaklinga að nota sundið sem líkamsrækt og það voru ófáir sem komu og syntu næstum því á hverjum degi og lögðu sumir allt að 3000 metra að baki í lauginni hverju sinni.

Þessi mikla seigla gerði það líka að verkum að við lentum í 11. sæti á landsvísu með samtals 258 km.

Til hamingju!

Var efnið á síðunni hjálplegt?