Laus störf hjá Húnaþingi vestra

Laus störf hjá Húnaþingi vestra

Laus störf hjá Húnaþingi vestra

Ráðgjafi

Þroskaþjálfi

 

60% starf ráðgjafa og tengiliðar farsældar í grunnskóla, forvarnir og samþætting.

Viðvera er í Grunnskóla Húnaþings vestra að stærstum hluta á starfstíma skóla auk samráðsfunda á fjölskyldusviði. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á þverfaglegu samstarfi og samþættri þjónustu við börn á ársgrundvelli.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Viðtöl og aðstöð við börn um nám og líðan.
  • Veita foreldrum og börnum, eftir atvikum þjónustuveitendum og þeim sem veita almenna þjónustu í þágu farsældar barna, upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
  • Gera frummat á þörfum barns eða aðstoða við að tryggja aðgang að slíku mati.
  • Skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barna.
  • Koma upplýsingum til fjölskyldusviðs um þörf fyrir tilnefningu málsstjóra þjónustu í þágu farsældar barns ef ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi til lengri tíma.
  • Taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á.
  • Skýrslugerð um einstaka mál sem viðkomandi hefur til meðferðar.
  • Skipulag og framtíðarsýn í forvörnum innan sveitarfélags og í samstarfi við önnur sveitarfélög.
  • Snemmtæk íhlutun með nemendum sem sýna einkenni skólaforðunar, sem og vinna með nemendum sem glíma við skólaforðun.

 

Hæfnis- og menntunarkröfur:

  • Háskólamenntun og/eða starfstengd réttindi sem nýtast í starfi ráðgjafa og tengiliðar farsældar.
  • Sálfræðimenntun er kostur.
  • Þekking og reynslu af starfi með börnum og fjölskyldum sem jafna má til hæfni skv. 1. til 3. töluliðar 6. gr. reglugerðar nr. 1180/2022.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og mikil reynsla af teymisvinnu.
  • Frumkvæði, fagmennska, skipulagshæfni og nákvæmni.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.

50% staða þroskaþjálfa.

Viðvera er í grunn- og leikskóla Húnaþings vestra í samræmi við þjónustuþarfir hverju sinni, að stærstum hluta á starfstíma skóla. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á þverfaglegu samstarfi og framtíðarsýn á samþætta þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ráðgjöf og þjálfun starfsmanna grunn- og leikskóla vegna tiltekinna barna.
  • Þjálfun barna.
  • Gera frummat á þörfum einstaklinga eða aðstoða við að tryggja aðgang að slíku mati.
  • Skýrslugerð um einstaka mál sem viðkomandi hefur til meðferðar.
  • Taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á.

Hæfnis- og menntunarkröfur:

  • Háskólamenntun og/eða starfstengd réttindi þroskaþjálfa.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og mikil reynsla af teymisvinnu.
  • Frumkvæði, fagmennska, skipulagshæfni og nákvæmni.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.

Ráðið verður í stöðurnar frá og með 1. ágúst 2024

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Í umsókn skal greina frá menntun og fyrri störfum, hæfni út frá hæfniskröfum starfsins og öðru því sem umsækjandi telur máli skipta og varpað getur ljósi á færni og hæfni hans til að sinna viðkomandi starfi.

Þau sem uppfylla menntunar- og hæfniskröfur eru hvött til að sækja um starfið, óháð kyni.

Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2024 .

Umsóknum skal skila á netfangið siggi@hunathing.is. Upplýsingar um störfin veita Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, siggi@hunathing.is, sími 455-2400 og Eydís Bára Jóhannsdóttir, skólastjóri, eydisbara@skoli.hunathing.is, sími 455-2900.

Var efnið á síðunni hjálplegt?