Gjöf til föndurstarfs fyrir eldri borgara

Gjöf til föndurstarfs fyrir eldri borgara

Húnaþing vestra býður upp á föndurstarf fyrir eldri borgara og öryrkja á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 15 til kl. 18 í salnum í Nestúni 4-6. Síðastliðinn mánudag mættu þangað fulltrúar úr kvenfélaginu Iðju færandi hendi. Kvenfélagið gaf vaxbað sem er gjarnan notað fyrir þreyttar og stirðar hendur og hentar því sérstaklega vel fyrir handavinnufólk. Höndum er dýft í heitt vaxið og það látið vera á höndum í 15-20 mínútur. Þessi paraffin-vaxmeðferð er talin hafa verkjastillandi áhrif ásamt því að gefa húð aukinn raka og mýkt.

Við hvetjum áhugasama að mæta í föndurstarfið og fá að prufa vaxmeðferðina.

Á myndinni má sjá Stellu Báru Guðbjörnsdóttur, umsjónarmann föndurstarfs, Ingibjörgu Jónsdóttur f.h. kvenfélagsins Iðju og Elínborgu Ólafsdóttur sem er að prufa vaxmeðferðina og svo gjöfina, vaxbaðið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?