Gangstéttar smúlaðar og götur sópaðar

Gangstéttar smúlaðar og götur sópaðar

Götur á Hvammstanga og Laugarbakka verða sópaðar vikuna 09. - 13. maí nk. Gangstéttar verða smúlaðar áður en sópurinn mætir á svæðið.

Íbúar eru hvattir til þess að sópa og hreinsa í kringum lóðir sínar áður en sópurinn kemur.

Einnig er mikilvægt að ökutæki séu ekki geymd í götum þegar sópurinn verður á ferðinni svo hægt sé að hreinsa allar götur vel.

Umhverfissvið

Var efnið á síðunni hjálplegt?