Göngur hefjast á Víðidalstunguheiði mánudaginn 1.september.
Þann dag fara rekstrarmenn gangnahrossa, sem jafnframt eru undanreiðarmenn, af stað frá Hrappsstöðum kl. 11:00.
Næsta dag verður seinni flokkur keyrður fram og farið verður frá Hrappstöðum kl 17.
Farangur, þar með talin reiðtygi og öll gangnahross verða að vera komin kl. 10 mánudaginn 1.september í Hrappstaði.
Í fyrri göngum skal smalað bæði sauðfé og hrossum. Sauðfé verður réttað í Valdarásrétt föstudaginn 5. september kl. 09:00 og í Víðidalstungurétt laugardaginn 6. september. Hefjast réttarstörf þar kl. 10:00.
Seinni göngur hefjast laugardaginn 25. september. Heiðin verður leituð á 2 dögum á hjólum og mun fjallskiladeild greiða eldsneytiskostnað vegna seinni gangna gegn framvísun nótu. Ef einhver kýs að fara ríðandi í seinni göngur verður viðkomandi að vera í sambandi við gangnastjóra seinni gangna. Nánari upplýsingar veitir Friðrik Lækjamóti í síma 899 7222.
Fæði verður í göngum í öllum náttstöðum á heiðinni.
Föstudaginn 3.október skulu þeir sem tilgreindir eru á gangnaseðli sækja stóð í löndin norðan heiðargirðingar. Þeir smali einnig sauðfé. Þeir sem eru tilgreindir til að smala Stóru-Hlíð og Krók smali öllu vestur í Krók.
Stóðið verður réttað í Víðidalstungurétt laugardaginn 4.október og verður stóðið rekið til réttar kl.11:00 þann dag. Gefinn er 30% afsláttur af framtöldum hrossum sem ekki hafa gengið á heiði.
Óheimilt er að taka hross úr rétt fyrir talningu þeirra.
Nauðsynlegt er að gangamenn stóðsmölunar séu með tvo hesta til reiðar.
Frekari upplýsingar má fá hjá Pétri leitarstjóra í Gaflsmölun í síma 892 2569 og Garðari leitarstjóra í Króki í síma 862 2209.
Fyrri heimalandasmölun fer fram laugardaginn 20. sept. og réttað verður í Víðidalstungurétt sunnudaginn 21. sept. kl.10:00.
Seinni heimalandasmölun verður laugardaginn 11.okt. Og réttað í Víðidalstungurétt sunnudaginn 12.okt. kl. 10:00.
Ítrekum skyldur landeigenda til að gera skil á sínum löndum.
Þeir sem tilgreindir eru á gangnaseðli til að smala Litlu-Hlíðar land geri það föstudaginn fyrir heimalandasmalanir.
Þeir seinniflokksmenn sem ætla sér að fara ríðandi fram láti Ingvar á Syðra- Kolugili vita í síma: 847 9419 fyrir kl.20 sunnudagskvöldið 31.ágúst. Ætli menn að ríða með rekstrarmönnum þurfa þeir að ræða það við gangnastjóra.
Fólk sem hyggst fara með gangnamönnum skal afla sér leyfis gangnastjóra. Einnig er þeim bent á að panta fæði hjá ráðskonu (Jóhanna: 866 2912) með góðum fyrirvara. Allar nánari upplýsingar veitir Ingvar í síma 847 9419.
Hey- og fæðisgjald fyrir aukafólk sem fer með gangnamönnum er kr. 3.500 per dag. Athygli skal vakin á því að engan má senda í göngur yngri en 16.ára skv. 16.gr. Fjallskilareglugerðar Húnaþings vestra.
Gangnastjórar og aðrir sem tilgreindir eru í gangnaseðli til að hafa umsjón með fjallskilum, skipa nánar fyrir um framkvæmd þeirra.
Skoðunarmaður á óskilafé sér einnig um skráningu þess og skilar til fjallskilastjórnar.
Tímakaup vegna aukaverka: verður 3.865 kr fyrir mann og fyrir fjórhjól 3.865 kr, 4.075 kr. fyrir sexhjól, samkvæmt reikningi. Ofan á þessi verð leggst 24% vsk.
Mælst er til þess að gangnamenn komi með nothæfar talstöðvar þar sem það léttir undir við smölun.
Gangnamenn fá vesti við upphaf gangna. Mikilvægt er að þeim sé skilað að göngum loknum. Td. í kaffiskúrinn við Víðidalstungurétt eða til Dagnýjar á Bakka.
Varðandi stóðsmölun í Gafli: Ef ekki næst að klára að koma fé í aðhald áður en hliðið á Bergárbrú verður opnað, verður mannskapnum skipt upp eftir þörfum. Hluti þeirra fer með stóðið niður í Kolugil, hinn hluti mannskapsins klárar smölun á fé og heldur svo áfram með stóðið frá Kolugili.
Stóðinu verður hleypt í gegnum hliðið á Bergárbrú kl. 15:00.
Farið verður frá Kolugili kl. 16:30.
Þetta skipulag er gefið út með þeim fyrirvara um að smölun gangi eðlilega fyrir sig.