Fyrsta Græna skrefið tekið í Ráðhúsinu

Katrín M. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV afhendir Ólöfu Rún Skúladóttir verkefnisstjóra umhver…
Katrín M. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV afhendir Ólöfu Rún Skúladóttir verkefnisstjóra umhverfismála, fyrir hönd Ráðhúss Húnaþings vestra, viðurkenningu Grænna skrefa

Húnaþing vestra tekur þátt í verkefninu Græn skref á vegum Umhverfisstofnunar og í samvinnu við SSNV. Þetta verkefni er gott verkfæri fyrir stofnanir og fyrirtæki til að vinna markvisst að umhverfismálum í starfsemi sinni. Skrefin eru alls fimm og unnið er eftir skýrum gátlistum.

Ráðhúsið reið á vaðið með verkefnið í haust, og koma svo aðrar starfstöðvar Húnaþings vestra til með að fylgja þessum skrefum sömuleiðis.

Nú í vikunni kom síðan viðurkenningin í hús um að fyrsta skrefinu hafi verið náð, sem við erum agalega ánægð með. En þá þarf að halda áfram, skref fyrir skref, og markmiðið að sjálfsögðu að fylla þau öll 😊

 

Ólöf Rún  - Verkefnisstjóri umhverfismála

Var efnið á síðunni hjálplegt?