Fyrirlestur fyrir alla íbúa Húnaþings vestra í Félagsheimilinu á Hvammstanga

Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur mun vera með fyrirlestur um sjálfstraust og uppeldi.

 

Í fyrirlestrinum verður m.a. farið yfir mikilvægustu þarfir barna, hvaða uppeldisstílar hafa tíðkast og hverjir eru vænlegastir til árangurs. Jafnframt verður fjallað um mikilvægi hvatningar og hvernig vandað og gott hrós getur fylgt börnum alla ævi. Þá verður enn fremur farið yfir leiðir til að byggja upp sjálfstraust barna okkar og hverju við þurfum að hyggja að varðandi eigið sjálfstraust þegar kemur að uppeldi.

 

Hvetjum alla til að mæta.  

 

Stýrihópur um forvarnir og ungmennaráð Húnaþings vestra.

 

Hægt verður að kaupa bókina sjálfstjórn og heilsa á heildsöluverði 2500 krónur á staðnum

Var efnið á síðunni hjálplegt?