Fundur fyrir landeigendur í Húnaþingi vestra vegna krafna óbyggðanefndar á svæði 12D og E

Fundur fyrir landeigendur í Húnaþingi vestra vegna krafna óbyggðanefndar á svæði 12D og E

Landeigendur jarða í Húnaþingi vestra sem verða fyrir kröfu óbyggðanefndar á svæði 12D og E - eyjar og sker, er boðið að koma til fundar vegna málsins í Ráðhúsi Húnaþings vestra, miðvikudaginn 28. febrúar kl. 17:30-19.

Á fundinum munu Ólafur Björnsson, lögmaður og Bogi Kristinsson Magnusen, skipulags- og byggingafulltrúi, fara yfir hvernig bregðast má við kröfum nefndarinnar og sitja fyrir svörum. Fundarstjóri er Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Fyrir þau sem ekki komast á staðinn verður hægt að sitja fundinn í fjarfundi. 

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á fundinn hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?