Freyja Lubina sigraði í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar

Freyja Lubina veitti farandbikarnum formlega móttöku í morgun.
Freyja Lubina veitti farandbikarnum formlega móttöku í morgun.

Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar fór fram í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki sl. föstudag 13. apríl

Undankeppni stærðfræðikeppninnar fór fram í mars og tóku nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 14 nemendur í úrslitakeppnina. Af þeim var einn frá Árskóla, tveir frá Varmahlíðarskóla, einn frá Grunnskólanum austan Vatna, einn frá Húnavallaskóla, tveir frá Höfðaskóla, tveir frá Blönduskóla, fjórir frá Grunnskóla Húnaþings vestra og einn frá Dalvíkurskóla.

Freyja Lubina Friðriksdóttir nemandi í Grunnskóla Húnaþings vestra sigraði í stærðfræðikeppninni og óskum við Freyju Lubinu til hamingju með glæsilegan árangur!

Var efnið á síðunni hjálplegt?