Framlag til dreifnáms á Hvammstanga 2015 tryggt.

Skýringar hafa komið frá ráðuneyti menntamála vegna fjárframlaga til dreifnáms á Hvammstanga og hefur það verið staðfest að framlag til deildarinnar verður því árið 2015 eins og gert var ráð fyrir í sóknaráætlun.
Í frumvarpi til fjárlaga 2015 er tímabundin fjárveiting vegna framhaldsdeildar á Hvammstanga felld niður af viðfangi 02-319 1.11 Sameiginleg þjónusta. Um er að ræða hluta af heildarframlagi til deildarinnar, þ.e. 3,4 m.kr. af 6,2 m.kr. framlagi sem gert er ráð fyrir til deildarinnar á yfirstandandi ári.

Í fjárlögum 2014 var veitt 25 m.kr. framlag til að styrkja framhaldsdeildir á landsbyggðinni og er gert ráð fyrir að það sem upp á vantar vegna framlags til framhaldsdeildar á Hvammstanga verði tekið af því fé á næsta ári.

 

Á fundi sveitarstjórnar með þingmönnum kjördæmisins í gær, 2. október 2014, kom fram einarður vilji allra að fjármögnun dreifnáms í sveitarfélaginu verði tryggð til næstu 5 ára og hún sérgreind á fjárlögum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?