Fræðslustjóri að láni

Fræðslustjóri að láni

Fræðslustjóri að láni

Verkefnið Fræðslustjóri að láni er hafið í Húnaþingi vestra.  Markmið verkefnisins er að  gera sveitarfélaginu kleift að setja fræðslu starfsmanna í markvissan farveg, bæta gæði þjónustu, auka  framlegð og starfsánægju starfsmanna.

Það er Sveitamennt og Kjölur sem leggja til ,,Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa sem greinir fræðsluþörf starfsfólks og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Þarfagreining á fræðslu er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum Sveitarfélagsins.

Var efnið á síðunni hjálplegt?