Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Fundur um hitaveitu og hitamenningu – frestað til 8. nóvember

Fyrirhugaður fundur um hitamenningu sem halda átti í kvöld í félagsheimilinu Víðihlíð er frestað.  Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 8. nóvember nk. kl. 20:30.  

Á fundinum þann 8. nóvember nk. verða Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun til að ræða orkusparnað og rafhitun.  Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi fer þær breytingar sem verða þegar tekin er inn hitaveita og og Skúli Húnn Hilmarsson rekstrarstjóri framkvæmdasviðs kynnir nýja orkumæla.  Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri verður fundarstjóri.

Íbúar Húnaþings vestra eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér málið.

Allir velkomnir!

Fundur um sama málefni var þann 6. september sl. á Hvammstanga.

Sveitarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?