Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Veitusvið hvetur alla notendur hitaveitunnar að skoða reglulega hjá sér upplýsingar þær sem fram koma á hitaveitumælum sem í húsnæði þeirra er.  Að auki má kynna sér bækling um Hitamenningu – Bætta húshitun og lækkun hitakostnaðar.

Það er allra hagur, veitunnar og notenda að fara vel yfir þessi atriði. Alltaf er möguleiki á því að ofn sé bilaður og að hiti streymi út af kerfum með tilheyrandi orkutapi og kostnaði.
Ekki síst þar sem nú fara í hönd köldustu mánuðir ársins.

Á meðfylgjandi slóð eru upplýsingar um hvað má sjá á hitaveitumælinum og einnig áður nefndur bæklingur um Hitamenningu.

https://www.hunathing.is/is/thjonusta/veitur-og-samgongur/hitaveita

Mælst er til að hiti á bakrás sé á bilinu 22-25°C að sumarlagi en 30-35°C að vetrarlagi, en skv. síðasta álestri á alla mæla í sveitarfélaginu, þá eru um 20% notenda með hærri bakrásarhita en því nemur.

Veitusvið

Var efnið á síðunni hjálplegt?