Frá Framkvæmda -og umhvefissviði

Frá því að nýr sorphirðuverktaki tók við sorphirðu í Húnaþingi vestra hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag við flokkun endurvinnsluefna. Nú flokkar verktakinn sjálfur í sínu húsnæði þau efni sem tilheyra endurvinnslu eins og t.d. pappa, málma, pappír og plast.

Þar með er notendum heimilt að skila öllu endurvinnsluefni óflokkuðu í þar til gerðan gám á gámasvæði Hirðu á Höfðabraut 34 a, á opnunartíma Hirðu. Ekki er nauðsynlegt að skila flokkuðu í hverja lúgu eins og verið hefur og ekki þarf að hafa efnin í poka eða öðru slíku, þó það sé kostur. Lúgurnar verða áfram opnar. Mikilvægt er að endurvinnsluefnin séu hrein og án aðskotahluta svo þau séu hæf til endurvinnslu.

 

ALLT ENDURVINNSLUEFNI MÁ FARA Í EINN og SAMA GÁMINN.

 

Gámastöðin Hirða, Höfðabraut 34 a – tekið er við öllum úrgangi á opnunartíma. Almenningur greiðir einungis  fyrir þann úrgang sem ekki getur talist falla til við almennan heimilisrekstur. 

Einnig er minnt á nýjan opnunartíma Hirðu sem tekið hefur gildi:

Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14:00 – 17:00

Laugardaga frá kl. 11:00-15:00

 

v   Að sama skapi er minnt á að sorptunnan sem sveitarfélagið lætur í té við hvert íbúðarhús er eingöngu ætluð fyrir heimilissorp en ekki rekstrar- og/eða fyrirtækjaúrgang. Sorphirðuverktaki býður upp á ýmiskonar lausnir fyrir fyrirtæki og rekstraraðila/bújarðir og því er bent á að hafa samband við sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf. í síma: 452-2958 eða 893-3858

v   Íbúar sem telja að ein sorptunna nægi ekki fyrir úrgang frá heimilinu geta óskað eftir því að fá aðra sorptunnu og greitt fyrir losun á henni samkv. gjaldskrá. eða komið á opnunartíma Hirðu og skilað umframúrgangi án gjalds. 

Sorpkör sem staðsett eru víða í dreifbýlinu er ætluð eigendum sumarhúsa og húsa þar sem ekki er föst búseta. 

 

Göngum saman skrefin í átt að umhverfisvænna og betra samfélagi fyrir okkur öll og afkomendur okkar.

 

Framkvæmda- og umhverfissvið Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?