Formleg opnun mannaðrar lögregluvarðstöðar á Hvammstanga

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri, Birgir Jónasson lögreglustjóri og Þorleifur Karl Eggertss…
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri, Birgir Jónasson lögreglustjóri og Þorleifur Karl Eggertsson oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra við opnun stöðvarinnar.

Í dag, 11. janúar 2024, fór fram vígsla nýrrar lögregluvarðstöðvar á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Fjölmenni kom saman í stöðinni að Höfðabraut 6 til að fagna þessum tímamótum. Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra og Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra fluttu stutt ávörp en bæði voru sammála um að um mikilvægan áfanga væri að ræða sem muni leiða til bættrar þjónustu lögreglunnar í umdæminu. Tveir lögreglumenn starfa á stöðinni.

Stöðvarstjóri lögregluvarðstöðarinnar á Hvammstanga er Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir.

Var efnið á síðunni hjálplegt?