Föndurstarf hefst 4. september

Föndurstarf hefst 4. september
Föndurstarf fyrir eldri borgara og öryrkja verður á mánudögum og fimmtudögum kl. 15–18 undir leiðsögn Stellu Báru Guðbjörnsdóttur.
Starfið hefst fimmtudaginn 4. september í samkomusalnum í Nestúni. Síðar í haust flyst starfsemin í samfélagsmiðstöðina í Félagsheimilinu Hvammstanga og frekari upplýsingar koma um það þegar nær dregur.
 
Í föndurstarfi geta þátttakendur komið með eigin handavinnu eða fá leiðbeiningar í öðru, til dæmis postulínsmálun. Velkomið að koma með aðrar hugmyndir!
 
Alltaf er tekin kaffipása og gaman væri að sjá nýja þátttakendur bætast í hópinn, það eru allir velkomnir!
Var efnið á síðunni hjálplegt?