Flokkum eftir jólahátíðina

Flokkum eftir jólahátíðina

Flokkum og skilum jólapappír og öðrum umbúðum.

Við hvetjum íbúa til að flokka umbúðir eftir jólin. 

Allur jólapappír má fara í endurvinnslutunnuna. Jólapappír úr plasti, krullubönd og annað plast fer saman í plastpoka í endurvinnslutunnuna. Best er að brjóta pappaumbúðir saman svo þær taki minna pláss og  fjarlægja allt plast sem getur leynst inni í þeim. 

Ef um mikið magn er að ræða er gott að gera sér ferð í Hirðu og losa sig við úrgangsefni eftir jólahaldið þar.

Málmar, s.s. baunadósir mega fara lausar í endurvinnslutunnuna. Notaðar rafhlöður er hægt að setja saman í poka og í endurvinnslutunnuna.

Tilvalið er að geyma það sem heilt er, eins og t.d. skrautborða og jólapappír og nota aftur á næsta ári.

Var efnið á síðunni hjálplegt?