Fjölskyldusvið minnir á fyrirlestur fyrir foreldra nk. föstudag

„Ber það sem eftir er: Um sexting, hefndarklám og netið“    Fyrirlestur  föstudaginn 15. maí

 

Fyrirlestur Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur fyrir foreldra um öryggi barna í stafrænum samskiptum verður í safnaðarheimilinu  á Hvammstanga, föstudaginn 15. maí kl. 12. Fyrirlesturinn hefur vakið athygli og lukku um allt land, eins og sjá má hér: http://www.vodafone.is/blog/2015/01/ber-thad-sem-eftir-er/


Þess má einnig geta að Þórdís Elva hefur gert verðlaunaðar myndir á borð við myndina "FÁÐU JÁ" sem sýnd var m.a. í Grunnskóla Húnaþings vestra.

 

Fyrirlestrar verða sama dag  fyrir  miðstig og unglingastig  Grunnskóla Húnaþings vestra og Dreifnámið.

 

Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að koma á fyrirlestur Þórdísar Elvu kl. 12 í safnaðarheimilinu föstudaginn 15. maí.

 

Vel upplýstir foreldrar eru besta forvörnin.

 

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra 

Grunnskóli Húnaþings vestra 

Stýrihópur um forvarnir

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?