Fjárhagsáætlun 2014

Sveitarstjórn Húnaþings vestra vinnur nú að gerð fjárhagsáætlunar fyrir aðalsjóð og fyrirtæki sveitarfélagsins fyrir árið 2014. Félagasamtökum og einstaklingum í Húnaþingi vestra er hyggjast sækja um styrki frá sveitarfélaginu til einstakra verkefna á næsta ári er bent á að senda skriflegar og undirritaðar umsóknir þar um til sveitarstjóra. Hyggist félagasamtök eða einstaklingar sækja um fjárstyrk vegna verkefnis eða málefna sem Húnaþing vestra veitti styrk til á árinu 2013 skal nýrri umsókn fylgja skrifleg greinargerð um ráðstöfun styrksins á ársins 2013. Umsóknir um styrki eða fjárframlög á árinu 2014 skulu hafa borist sveitarstjóra eigi síðar en 5. október nk. Umsóknir sem kunna að berast að þeim fresti liðnum munu ekki njóta forgangs við afgreiðslu sveitarstjórnar. Ekki er tekið við umsóknum í tölvupósti.

 

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.

Var efnið á síðunni hjálplegt?