Fjallskilaseðill Vatnsnesinga haustið 2023

Fjallskilaseðill Vatnsnesinga haustið 2023

Fjallskilaseðill Vatnsnesinga
haustið 2023

Göngur fari fram laugardaginn 16. september


Þorgrímsstaðadal smali 5 menn undir stjórn Lofts á Ásbjarnarstöðum.
Í þær göngur leggi til:
Ásbjarnarstaðir 3 menn, Sauðadalsá 1 mann og Sauðá 1 mann.

Útfjallið smali 13 menn undir stjórn Magnúsar á Bergsstöðum.
Í þær göngur leggi til:
Bergsstaðir 5 menn, Sauðadalsá 2 menn, Sauðá 5 menn og
Illugastaðir1 mann.

Miðpart fjallsins smali 17 menn undir stjórn Herdísar í Grafarkoti.
Í þær göngur leggi til:
Sauðadalsá 4 menn, Syðri-Kárastaðir 1 mann, Gröf 2 menn, Lindarberg 2
menn, Grænihvammur 1 mann, Helguhvammur I 1 mann, Helguhvammur II
3 menn, Syðri-Vellir 1 mann og Grafarkot 2 menn.

Framfjallið smali 7 menn undir stjórn Indriða í Grafarkoti
Í þær göngur leggi til:
Grafarkoti 3 menn, Múli 2 menn, Neðra-Vatnshorn 1 mann og
Vatnshóll 1 mann.

Til að hirða fé í Þverárrétt.
Ásbjarnarstaðir 2 menn.
Fé sem kemur fyrir í Þverárrétt verður skilið eftir í Hamarsrétt.

Til að vakta safnið meðan réttað er í Hamarstétt
Ásbjarnarstaðir 1 mann.

Marklýsingarmenn í Hamarsrétt:
Guðni Sauðá og Magnús Bergsstöðum

Réttarstjórn í Hamarsrétt:
Þormóður Sauðadalsá.

Almenn skyldusmölun verður 14.október.
Ekki er gert ráð fyrir eftirleit, en metið verður seinna í haust hvort þörf er á því.

Gangnamat kr. 5.000,-
Gangna- og réttarstjórn kr. 2.500,-
Vakta safnið kr 1.200.-
Marklýsing kr. 1.000.-
Þverárrétt kr. 4.500,-

Fjallskilagjald á kind kr. 60,-
Fjallskilagjald á hross kr. 120,-

Skyldusmölun á hrossum verður laugardaginn 28. október.

Hvammstanga 16.ágúst 2023

Tómas Örn Daníelsson
Halldór Líndal Jósafatsson
Ágúst Jóhann Þorbjörnsson

Var efnið á síðunni hjálplegt?