Fjallskilaboð Miðfirðinga 2025

Fjallskilaboð Miðfirðinga 2025

Fjallskilaboð Miðfirðinga haustið 2025

Í fyrstu leit skal smala ofan bæði sauðfé og hrossum. Tímanlega fimmtudaginn 4. september n.k. skulu allir leitarmenn vera mættir á fremstu bæji, tilbúnir að leggja upp á heiðar undir stjórn leitarstjóra. Gangnamenn yngri en 16 ára verða ekki teknir gildir sem leitarmenn nema með samþykki viðkomandi leitarstjóra.

Gangi leitir samkvæmt áætlun, skulu þeir sem reka stóðið frá heiðargirðingum í safngirðingu við Laxahvamm að kvöldi 5. september kom því til réttar sunnudaginn 7. september kl 10.30 og hefst stóðrétt kl 11. Fjárrétt verður laugardaginn 6. september og hefst strax og söfn koma til réttar um hádegi.

Fjallskilanefnd beinir því til leitarstjóra að láta smala syðri hluta afréttar fimmtudaginn 4. september ef veður leyfir.

Ákveði fjallskilanefnd að fella niður eitthvað af álagðri fjallskilavinnu munu viðkomandi aðilar ekki fá hana greidda. Sama gildir ef menn skila ekki þeirri vinnu sem á þá er lögð. Leitarstjórar skulu brýna fyrir mönnum sínum að hefja ekki leit fyrr en fullvíst er að röð leitarmanna geti haldist á heiðum.

Fjallskilanefnd mælist eindregið til þess við gangnamenn að þeir klæðist áberandi hlífðarfatnaði og noti viðeigandi öryggisbúnað í göngum. Vinna eftirtalinna manna verður sem hér segir í 1 leit.

 

Aðalbólsheiði

Kjálki

Kristófer Finnmörk, 2 menn og sé Kristófer leitarstjóri, Ari G Bergstöðum 1 mann, Ólafur Urriðaá 1 mann, Jóhannes Geir Efri-Fitjum 2 menn, Pétur Torfustöðum 2 menn, reki þeir stóð til réttar og sé annar þeirra rekstrarstjóri. Guðrún Fitjum 1 mann og reki hann stóð til réttar.

 

Tungan

Gunnar Ægir Reykjum 4 menn og sé Gunnar leitarstjóri, Félagsbúið Ósi 3 menn, Hjörtur Gylfi Bjargi 2 menn og reki þeir hross til réttar.

Akstur á Aðalbólsheiði:

Kristófer Finnmörk á að fara frá Laugarbakka fimmtudaginn 4. september eigi siðar en kl 15:00 eða í samráði við sína gangnamenn.

 

Núpsheiði

Þórarinn Óli Rafnsson 3 menn, sé Þórarinn leitarstjóri og flytji trúss, Rafn á Staðarbakka 2 menn, Sigfús Jónsson 1 mann, Guðný Bessastöðum 1 mann, Gísli Staðarbakka 2 menn. Magnús Magnússon Lækjarbakka 3 menn og reki þeir stóð til réttar og sé Magnús rekstrarstjóri. Guðmundur Neðra-Núpi 2 menn. Sigurður Ingvi Bálkastöðum 2 menn og reki þeir stóð til réttar. Magnús Magnússon Melstað 2 menn og reki annar þeirra stóð til réttar. Davíð Tjarnarkoti 1 mann. Sveinbjörn Sveðjustöðum 1 mann. Elmar Brúarholti 1 mann.

Akstur að heiðargirðingu: Sigurður Ingvi Bálkastöðum.

Akstur gagnamanna í Úlfsvatn: Gísli Grétar Magnússon Staðarbakka.

 

Húksheiði

Ingi Bjarnason Svertingsstöðum 1 mann, Birkir Söndum 2 menn, Félagsbúið Skarfshóli 1 mann, Félagsbúið Búrfelli 2 menn, Böðvar Sigvaldi Mýrar 2 menn, sé Böðvar Sigvaldi leitarstjóri og flytji trúss. Páll Jóhannesson 1 mann, Karl Mýrum 1 mann. Elínbjörg Huppahlið 2 menn.

Akstur að heiðargirðingu: Böðvar Sigvaldi Böðvarsson

 

Riminn

Gunnar Fitjum 1 mann og reki hann stóð af Núpsheiði til safngirðingar, Karl Mýrum 2 mann og smali þeir austur Núpsdal.

 

Athugið

Gangnamaður frá félagsbúinu Skarfshóli og 1 maður frá Elínbjörgu í Huppahlíð reki stóð af Húksheiði til réttar ef það er til staðar. Ef ekki er stóð til að reka til réttar af Húksheiði þá reki áðurnefndir menn fjársafnið til réttar ásamt öðrum gangnamönnum.

Marklýsing á sauðfé: Ari Skarfshóli og Gerður á Reykjum.

Marklýsing á hrossum: Eggert Bjargshóli og Sigurður Ingvi Bálkastöðum.

Réttarstjórar í fjár- og hrossarétt 6. og 7. september: Helgi Pálsson Heggstöðum og Sveinbjörn Sveðjustöðum, réttarstjóri í skilarétt 28. September Helgi Pálsson.

 

Hirða fé (og setja á bíla) úr Hrútatungurétt (aðalrétt og seinni rétt): Ingi Hjörtur Neðri Svertingsstöðum 2 menn. Flytja fé úr Hrútatungurétt; Ari Guðmundur Bergsstöðum, Böðvar Sigvaldi Mýrum og Rafn á Staðarbakka.

 

Heimalandasmölun verði laugardaginn 27. september og skilarétt sunnudaginn 28. september kl 13:00.

Ábúendur eða eigendur jarða skulu koma óskilafé til skilaréttar. Athugið að ekki verður boðið upp á hólf fyrir sauðfé við skilarétt vegna riðu sem kom upp í Miðfjarðarhólfi nýverið.

 

Fjallskilaboð þetta er samkvæmt ákvörðun fjallskilanefndar Miðfirðinga frá 7. ágúst 2025.

 

Pétur H. Sigurvaldason

Dagbjört Diljá Einþórsdóttir

Þórarinn Óli Rafnsson

Var efnið á síðunni hjálplegt?