Félagsmiðstöð 60+ opnuð

Vöfflukaffi í félagsmiðstöð
Vöfflukaffi í félagsmiðstöð

Félagsmiðstöð 60+ verður starfrækt í sumar. Í gær var opið hús þar sem drög að dagskrá voru kynnt og boðið var upp á vöfflukaffi. Það er greinilega mikill áhugi á verkefninu og góðar hugmyndir að námskeiðum eða félagsstarfi komu fram, svo var hlustað á harmonikkuleik og sungið saman.

Í júlí og ágúst verður alltaf opið á miðvikudögum frá klukkan 14-16 í dreifnámsaðstöðunni á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga. Þar verður hægt að fá sér kaffi, spjalla saman eða spila, fara í gönguferð eða taka þátt í námskeiðum. Einnig verður Henrike Wappler, félagsráðgjafi, á staðnum ef óskað er eftir ráðgjöf.

Stundum verður dagskrá á fleiri dögum eða öðrum stöðum eins og í íþróttahúsinu, á púttvelli eða í Nestúni og verður það auglýst sérstaklega.  Alltaf verður heitt á könnunni á miðvikudögum.

Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar!

Var efnið á síðunni hjálplegt?