FEGRUNARDAGAR 2016

Vorhreinsun og fegrunardagar 2016

 

-skorað er á fólk og fyrirtæki að taka höndum saman og taka virkan þátt í hreinsuninni-

 

Við hvetjum alla íbúa og sérstaklega forsvarsmenn fyrirtækja og rekstaraðila til að taka virkan þátt í átakinu og taka til í sínu nærumhverfi, raða upp heillegum hlutum og henda því sem ónýtt er. Óski fyrirtæki eftir aðstoð við hreinsun eða flutning á úrgangi til Hirðu, munu starfsmenn áhaldahúss verða við því eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Símanúmer áhaldahússins 894-2909

 

Hafnarsvæðið Hvammstanga; Við viljum minna þá notendur sem leyfi hafa fyrir geymslu á hafnarsvæðinu að ganga vel um og safna ekki upp óþarfa hlutum sem óprýði er af. Þeir sem kunna að eiga tæki og tól eða aðra muni á hafnarsvæðinu sem ekki eru tilskilin leyfi fyrir er gert að fjarlægja það hið fyrsta og í síðasta lagi fyrir 16. maí nk.

 

Dagana 4., 6. og 9. maí 2016 munu starfsmenn Húnaþings vestra fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk á Hvammstanga og Laugarbakka.

Í tilefni af vorhreinsuninni  verður  opnunartími Hirðu sem hér segir:

Fimmtudaginn  5. maí frá kl. 13:00-16:00

Föstudaginn  6. maí frá kl. 14:00-17:00

Laugardaginn 7. maí frá kl. 11:00-15:00

Mánudaginn 9. maí frá kl. 14:00-17:00

 

Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf. býður upp á ýmsa þjónustu og vörur varðandi úrgangmál. S. 893-3858

 

Leik- og grunnskólabörn ætla að leggja sitt af mörkum í vorhreinsuninni og verða á ferðinni til að tína upp rusl á víðavangi á næstu vikum.

 

Götusópun fer fram vikuna 9-13 maí nk.  

Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að auðvelda vinnu götusópara og færa bíla sína.

 

-Hvetjum alla til að taka virkan þátt og gera þetta að skemmtilegu verkefni og góðri samvinnu-

 

 

Framkvæmda- og umhverfissvið Húnaþings vestra

 

 

 

Umhverfismoli

Við hvetjum íbúa til að skilja ekki kyrrstæð ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yfirgefin nema sérstaklega standi á. Það skapast mikil mengun af bílum í gangi og veldur óþægindum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Var efnið á síðunni hjálplegt?