Eydís Bára ráðin skólastjóri

Eydís Bára ráðin skólastjóri

Á 367. fundi sínum þann 13. apríl 2023 staðfesti sveitarstjórn Húnaþing vestra ráðningu Eydísar Báru Jóhannsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra. 

Eydís Bára er með B.Ed. gráðu frá Háskólanum á Akureyri auk viðbótardiplómu í menntavísindum með sérkennslu sem kjörsvið. Til viðbótar hefur hún lokið hluta diplómanáms með stjórnun og forystu í lærdómssamfélagi sem kjörsvið. Eydís hefur hefur starfað við kennslu á grunnskólastigi frá árinu 2002 á Akureyri, Seyðisfirði og í Húnaþingi vestra. Frá árinu 2019 hefur hún gegnt hlutverki aðstoðarskólastjóra við Grunnskóla Húnaþings vestra og skólaárið 2022-2023 verið starfandi skólastjóri.

Við óskum Eydísi Báru hjartanlega til hamingju með starfið og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Var efnið á síðunni hjálplegt?