Flokksstjórar vinnuskóla sumarið 2023

Flokksstjórar vinnuskóla sumarið 2023

Húnaþing vestra leitar að öflugum leiðtogum í vinnuskóla ungmenna sumarið 2023

Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, félagslega skapandi vinnustaður þar sem fram fer kennsla í almennri vinnuskólavinnu. Vinnuskólinn starfar við öll almenn verkefni sem lúta að umhirðu og snyrtingu opinna svæða og stofnanalóða sveitarfélagsins.

Í starfinu felst umsjón með vinnuhópum ungmenna á aldrinum 13 til 16 ára og 16 ára og eldri. Meðal verkefna er að kenna ungmennum vönduð vinnubrögð og bera ábyrgð á tímaskráningum þeirra ásamt því að tryggja öryggi sitt og ungmenna við störf.

Hæfniskröfur:

  • Æskilegt er að umsækjendur séu 20 ára og eldri.
  • Reynsla af störfum með börnum og ungmennum æskileg.
  • Áhugi/reynsla af garðyrkjustörfum kostur.
  • Stundvísi og góð mæting skilyrði.
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg.
  • Hreint sakavottorð skilyrði.

Við leitum að aðilum sem geta verið ungmennum vinnuskólans góð fyrirmynd í dugnaði og ástundun.

Vinnutímabil: 1. júní – 31. ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst. frá kl. 8:00-12:00 og 12:30-16:00.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stéttarfélagsins Samstöðu.

Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 15. maí 2023.

Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila inn með rafrænum hætti. Umsóknareyðublað er að finna HÉR.

Var efnið á síðunni hjálplegt?