Endurtalning atkvæða

Endurtalning atkvæða

Kjörstjórn Húnaþings vestra kom saman miðvikudaginn 18. maí 2022 í tilefni af erindi N-listans sem farið hefur fram á endurtalningu atkvæða vegna þess hve litlu munaði á atkvæðafjölda á sjöunda manni inn í sveitartjórn í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru laugardaginn 14. maí sl.

Kjörstjórn Húnaþings vestra samþykkti að verða við beiðninni og fer endurtalning fram í dag kl. 20:00 í fundarsal Ráðhússins. Umboðsmenn flokka hafa fengið boð um að vera viðstaddir endurtalningu atkvæða.

Áætlað er að endurtalning taki 2-3 klst. og ætti niðurstaða því að liggja fyrir um kl. 11:00 í kvöld, gangi allt samkvæmt áætlun.

Var efnið á síðunni hjálplegt?