Endurskoðuð stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Frá Laugarbakka. Mynd UVH.
Frá Laugarbakka. Mynd UVH.

Fyrir skemmstu hóf Húnaþing vestra samstarf við Attentus mannauð og ráðgjöf um mannauðsmál. Liður í því samstarfi er endurskoðun ýmissa mannauðsferla og verklags, m.a. endurskoðun á stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

Byggðarráð fjallaði um endurskoðuð drög á 1201. fundi sínum sem haldinn var þann 8. janúar 2024. Samþykkti ráðið að setja drög að endurskoðaðri stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi í opið samráð á heimasíðu sveitarfélagsins. 

Öll áhugasöm eru hvött til að senda inn ábendingar og athugasemdir fyrir 24. janúar 2024.

Drög að endurskoðaðri stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

Smelltu hér til að senda inn umsögn.

Var efnið á síðunni hjálplegt?