„Elst­ur allra arna sem hafa fund­ist á Íslandi“

Mynd: frá Höskuldi Birki Erlingssyni birt með hans leyfi.
Mynd: frá Höskuldi Birki Erlingssyni birt með hans leyfi.

Lög­regl­an á Norður­landi vestra fékk á laugardag til­kynn­ingu þess efn­is að haförn hefði verið hand­samaður við Miðfjarðará en örn­inn var eitt­hvað laskaður. Til­kynn­and­inn Þór­ar­inn Rafns­son hafði veitt fugl­in­um at­hygli hvar hann átti erfitt með flug, hafði sig á loft en flaug stutt í senn.

Fram kem­ur í færslu sem lög­regl­an birti á Face­book, að Þór­ar­inn hafi fylgt ern­in­um eft­ir og kastað yfir hann úlpu sinni er örn­inn hafði sig ekki á loft aft­ur eft­ir lend­ingu í háu grasi.

„Lög­reglumenn hittu Þór­ar­inn á heim­ili hans og eft­ir sam­töl við sér­fræðinga Nátt­úru­fræðistofn­un­ar, var ákveðið að ern­in­um yrði komið suður til skoðunar. Það sem merki­legt var við örn­inn er að þessi höfðingi er elst­ur allra þeirra arna sem að fund­ist hafa á Íslandi. Hafði hann verið merkt­ur við Breiðafjörð 1993 og þá sem ungi og ekki sést síðan. Ern­in­um var færður Miðfjarðar­ár­lax og feitt lamba­kjöt af vest­ur hún­vetsnk­um sauð og var mjög sátt­ur við það. Hans bíður svo ferð suður á land,“ seg­ir í færsl­unni, en því má bæta við að örn­inn er kominn suður yfir heiðar.

Sjá facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra

Frétt á mbl.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?