Eldur í Húnaþingi 2016

Eldur í Húnaþingi er bæjarhátíð í Húnaþingi vestra sem var fyrst haldin árið 2003 og hefur síðan þá verið árlegur viðburður. Í ár, 2016, verður hátíðin haldin dagana 20.-24. júlí.
 
Framkvæmdastjórar hátíðarinnar 2016 eru Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir og Mikael Björnsson.
Öll önnur vinna við undirbúning hátíðarinnar er unnin í sjálfboðavinnu af íbúum í héraðinu. Margt fólk úr ólíkum áttum hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar ár hvert og hafa margar skemmtilegar og frumlegar hugmyndir litið dagsins ljós. Samt sem áður hefur ákveðin hefð skapast í kringum hátíðina og eru þar ákveðnir viðburðir sem skipað hafa sér fastan sess.
Dagskrá hátíðarinnar má finna HÉR
Var efnið á síðunni hjálplegt?