Deiliskipulag í landi Melstaðar í Miðfirði

Deiliskipulag í landi Melstaðar í Miðfirði

Sveitarstjórn Húnaþings vestra auglýsir vinnslu nýs deiliskipulags í landi Melstaðar í Miðfirði. Skipulagssvæðið er 2,2 ha landspilda við gatnamót Norðurlandsvegar nr. 1 og Miðfjarðarvegar nr. 704. Gert er ráð fyrir eldsneytis- og þjónustulóð með eldsneytisafgreiðslu, hleðslustöðvum fyrir rafbíla og þjónustumiðstöð Orkunnar ehf.

Skipulagslýsinguna má sjá hér


Tillagan verður auglýst á www.hunathing.is og í landsmálablöðum frá 24. september til 24. október 2025.

Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulag.is eða til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins skipulag@hunathing.is innan auglýsingatímans.

Var efnið á síðunni hjálplegt?