Breyttur opnunartími í þrektækjasal - tilraunaverkefni

Breyttur opnunartími í þrektækjasal - tilraunaverkefni

Mikill vilji kom fram í íbúakönnun um að opna þrektækjasalinn í íþróttamiðstöðinni fyrr á morgnana. 

til að mæta þessum óskum og kanna raunverulega aðsókn verður ráðist í tilraunaverkefni frá 1. september 2025 og fram að áramótum. 

Verkefnið felst í því að opna salinn kl. 06.00 þrjá daga í viku. Með þessu viljum við sjá hvernig íbúar nýta sér breyttan opnunartíma og byggja ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag á raunverulegri reynslu og þátttöku.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á snemmbúinni hreyfingu að nýta sér þetta tækifæri - því þátttaka ykkar skiptir sköpum fyrir framhaldið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?