Breytt gjaldskrá – Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Breytt gjaldskrá – Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Á fundi byggðarráðs 13. janúar sl. var samþykkt breyting á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar.  Breytingin tekur mið af bættri aðstöðu og nýjum þrektækjasal sem opnaði 1.október sl.

Breytingin tekur í gildi 1. febrúar nk.

 

Bætt hefur verið við nýjum gjaldaflokki ungmenna 14 -18 ára í íþrótta- og þrektækjasal.  Úr gjaldskránni fellur út gjaldflokkur fyrir ungmenni í 9. og 10. bekk í alla aðstöðu hússins og fellur þessi hópur undir nýja gjaldflokkinn.  Á móti færast ungmenni á aldrinum 16-18 ára úr almennu gjaldi yfir í gjaldflokk ungmenna.

 

Aðrir liðir í gjaldskránni hækka frá fyrra ári samkv. vísitölu.

Var efnið á síðunni hjálplegt?