Breyting á deiliskipulagi í landi Melstaðar

Breyting á deiliskipulagi í landi Melstaðar

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 11. maí 2023 að auglýsa breytingar á deiliskipulagstillögu í landi Melstaðar í Miðfirði skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Stærð skipulagssvæðis er 1.200m² með hámarksbyggingamagni upp á 650m².

Breytingartillagan snýr að færslu þjónustulóðar til norð-austurs í landi Melstaðar. Með færslunni er tekið tillit til öryggiskrafna um af- og frárein við þjóðveg nr. 1. Heimiluð er ein frárein frá þjóðvegi inn á lóðina frá suð-vestri.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 6 rútustæðum, 50 bílastæðum og þar af 3 bílastæði fyrir hreyfihamlaða og 20 bílastæðum fyrir flutningabíla.

Föstudaginn 9. júní 2023 frá kl. 10:00-12:00 gefst kostur á að koma og kynna sér deiliskipulagstillögu í Ráðhúsi Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5.

Breytingartillagan á þjónustulóð í landi Melstaðar má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins hunathing.is 

 Melstaður breyting

Frestur til að skila inn athugasemdum eða ábendingum rennur út 21. júlí 2023 og skal þeim skilað á netfangið skipulagsfulltrui@hunathing.is eða með bréfapósti stílað á skipulagsfulltrúa, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga.

___________________________

Bogi Kristinsson Magnusen

Skipulagsfulltrúi Húnaþings vestra,

Húnabyggðar og Skagabyggðar

Var efnið á síðunni hjálplegt?