Bókakynningar á FB síðu Bóka- og héraðsskjalasafns Húnaþings vestra

Bókakynningar á FB síðu Bóka- og héraðsskjalasafns Húnaþings vestra

Bóka- og héraðsskjalasafn Húnaþings vestra stendur fyrir bókakynningum á facebook þessa dagana. Deilt verður upplýsingum um eina bók á dag fram að jólum. Allskonar bækur fá sjónarsviðið, skáldsögur, barnabækur, ljóðabækur, gamlar bækur eða nýjar. Sérstök áhersla verður lögð á bækur, höfunda og skáld sem tengjast Húnaþingi vestra eða Vestur Húnavatnssýslunni gömlu. Kynningarnar hófust þann 01.nóvember þar sem vakin var athygli á bókinni Hvíta logn eftir Ragnar Jónsson. Í dag fékk svo Með vindinum liggur leiðin heim eftir Auði Þórhallsdóttur. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með á FB hóp bókasafnsins hér

Góða skemmtun.

Var efnið á síðunni hjálplegt?