Björgunarvesti á Hvammstangahöfn

Vakin er athygli á því að Hvammstangadeild Rauða Kross Íslands færði Hvammstangahöfn að gjöf 12 björgunarvesti. Verða björgunarvestin staðsett í skáp á hafnarskúr á Norðurbryggju sem verður ólæstur. Björgunarvestin eru til afnota fyrir yngri veiðimenn okkar, sem hafa kannski gleymt björgunarvestinu heima. Endilega hvetjið börnin til að nýta sér vestin, og eins ef gleymist að skilja vesti eftir í skápnum og þau læðast með heim þá komið þeim aftur til skila í skápinn.

Að sjálfsögðu er Hvammstangadeild RKÍ færðar miklar þakkir fyrir þessa góðu gjöf.

Var efnið á síðunni hjálplegt?